Heim

Íslenskur æðardúnn

100% náttúruafurð

100% lífræn framleiðsla

100% gæði

Velkomin

Á jörðinni Miðfirði á Langanesströnd er eitt mesta æðarvarp landsins. Æðardúnn hefur verið nýttur sem hlunnindi á jörðinni um aldir. Æðarrækt og vinnsla æðardúns er byggð á aldagömlum hefðum sem hafa byggst upp kynslóð fram af kynslóð. Íslenski æðarfuglinn og æðarbændur hafa þróað einstakt samband sín á milli byggt á vináttu og gagnkvæmu trausti. Villtur æðarfuglinn hefur lært að bændur veita honum vernd fyrir rándýrum en margir þeirra standa vakt um æðarvarpið allan sólarhringinn á varptíma. Hér getur þú kynnt þér starfsemi æðardúnsvinnslu á jörðinni Miðfirði við Bakkafjörð á Langanesströnd.

Um íslenska æðarfuglinn

Æðarfugl eða æður (fræðiheiti: Somateria mollissima) er stór sjóönd sem útbreidd norðan megin á strandlengju Evrópu, Norður-Ameríku og Síberíu.  Hann verpir á Norðurslóðum og sums staðar í norðurhluta tempraða svæða en hefur vetursetu í suðurhluta tempraðra svæða.

355805210_1564209294106347_1800416494367609961_n

Vinnsluferli æðardúns

Fullvinnsla á æðardún er langt og strangt ferli. Það hefst jafnan um miðjan maí, en þá byrjar fuglinn að setjast upp á land til hreiðurgerðar. Varptíminn stendur yfirleitt fram í byrjun júlí og síðustu fuglarnir eru farnir fyrir lok júlímánaðar. Dúninn þarf að grófhreinsa og svo fullhreinsa.

eider7

Eiginleikar æðardúns

Æðardúnn hefur í fyrsta lagi þá sérstöðu að honum er safnað saman úti í náttúrinni frá villtum fuglum. Fuglategundin sem gefur dúninn er hánorrænn fugl sem heldur til á kaldari svæðum. Sérstaða dúnsins er ótrúlegt einangrunargildi hans og eiginleikar til að tempra hitastig.

356965843_1636597136826653_6651769960818379104_n
is_ISÍslenska
Scroll to Top